50. fundur
fjárlaganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 08:35


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 08:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:40
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:35
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:05
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 08:35
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ), kl. 08:35
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 09:11
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:35

Haraldur Benediktsson kom of seint vegna veikinda barna. Kl. 11:09 komu Orri Páll Jóhannsson, Andres Ingi Jónsson, Jakob Frímann Magnússon og Gísli Rafn Ólafsson og tóku þátt í fundi með fastanefnd franska þingsins fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar. Jakob Frímann Magnússon vék af fundi kl. 11:30. Sigurjón Þórðarson vék af fundi kl. 12:00. Orri Páll Jóhannesson vék af fundi kl. 12:07.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 894. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 11:22
Til fundarins kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Með honum komu Svanhvít Jakobsdóttir, Jóhanna Lind, Elíasdóttir, Vignir Örn Hafþórsson, Inga Birna Einarsdóttir og Ólafur Elínarson frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti. Ráðherra kynnti þann hluta áætlunarinnar sem er á ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 9:45. Sigurjón Norberg Kjærnested og Karl Óttar Einarsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Þeir kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum um efni hennar.

2) Heimsókn frá franska þinginu Kl. 11:09
Vilhjálmur Árnason tók við fundarstjórn. Hann vék af fundi kl. 12:00 til að fara á fund hjá Þingvallanefnd og tók Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þá við fundarstjórn. Tekið var á móti fastanefnd efri deildar franska þingsins um sjálfbæra þróun og innviði. Mikilvægustu málefni hennar eru málefni hlýnunar, grænnar orku, málefni kjarnorku o.fl. Fundurinn var sameiginlegur með fulltrúum úr umhverfis- og samgöngunefnd. Nefndirnar ræddu sameignleg mál á sérsviðum sínum.

3) Önnur mál Kl. 12:12
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 12:14
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15